spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAxel snýr aftur í Tindastól

Axel snýr aftur í Tindastól

Fyrsta umferð Dominos deildar karla eftir jólafrí fer af stað á sunnudag með nokkrum leikjum. Liðin hafa flest nýtt þetta rúmlega tveggja vikna jólafrí til hvíldar og æfinga.

Á Facebook síðu Tindastóls er sagt frá því að Urald King hafi snúið aftur í lið Sauðkrækinga eftir áramót en hann hefur ekki verið með liðinu síðustu vikur. PJ Alawoya sem fyllti skarð hans verður því ekki með liðinu áfram. Alawoya var með 11,6 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í þeim leikjum sem hann lék.

Einnig er greint frá því að Axel Kárason sé mættur aftur til æfinga hjá Tindastól. Axel ákvað fyrir tímabilið að taka sér pásu frá körfubolta en útilokaði ekki að snúa aftur. Það er ekki annað að skilja af frétt Tindastóls að búast megi við Axeli á parketinu fljótlega. Axel var með 6 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann er gríðarlega mikilvægur hluti af liði Stólanna.

Tindastóll mætir Þór Þ í Þorlákshöfn næstkomandi sunnudag kl 18:00. Liðið er sem stendur í efsta sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Njarðvík.

Fréttir
- Auglýsing -