Værløse tóku á móti Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni gærkvöldi. Fyrir leikinn voru Svendborg Rabbits taplausir í efsta sæti deildarinnar en Værløse voru í 8 sæti. Strax eftir 1. leikhluta voru gestirnir komnir 17 stigum yfir 15-32.
Í öðrum leikhluta héngu Værløse í Svendborg og staðan í hálfleik 37-55. Í seinni hálfleik juku Svendborg forskotið og Axel Kárason og félagar áttu fá svör við sterku liði Svendborgar. Leikurinn endaði með 33 stigi sigri Svendborgar 65-98.
Axel Kárason skoraði 14 stig fyrir Værløse og Adam Darboe var með 10 stig fyrir Svendborg.
Sveinn Pálmar Einarsson skrifar frá Danmörku