spot_img
HomeFréttirAxel Kárason: Reyndu að taka mig á taugum

Axel Kárason: Reyndu að taka mig á taugum

19:10 

{mosimage}

Þegar 5 sekúndur lifðu af leik Skallagríms og Keflavíkur í dag var Axel Kárason staddur á vítalínunni og staðan 98-98. Axel var öryggið uppmálað og setti niður bæði vítin. Karfan.is tók púlsinn á Axel í leikslok. 

„Mér leið vel á vítalínunni,“ svaraði Axel aðspurður. „Keflvíkingarnir voru eitthvað að reyna að taka mig á taugum en ég dró andann djúpt og hugsaði bara um þetta eins og öll önnur víti sem maður hefur verið að taka í leikjum og á æfingum,“ sagði Axel.

 

Eftir að hafa verið 17 stigum yfir í hálfleik segir Axel nokkuð fát hafa komið á sína menn. „Það var svolítið kaos á okkur í seinni hálfleik og við vorum einfaldlega ekki að spila vel. Það getur verið erfitt að gíra sig enn meira upp þegar maður er 17 stigum yfir en Magnús Gunnarsson var rosalegur síðustu 25 mínúturnar í leiknum hjá Keflavík,“ sagði Axel.

 

Næsti leikur Skallagríms er gegn ÍR þar sem þeir eiga harma að hefna. Leikurinn er í 8-liða úrslitum Lýsingarbikarsins n.k. þriðjudag. ÍR lagði Skallagrím í deildinni þann 29. desember síðastliðinn. „Það er kominn tími á að við förum að sýna eitthvað í bikarnum. Ég hef ekki enn spilað bikarúrslitaleik í Höllinni og það er kominn tími á það,“ sagði Axel að lokum.

 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -