Úrslitaviðureign Íslands og Austurríkis var að ljúka í Evrópukeppni smáþjóða þar sem heimakonur í Austurríki höfðu 87-81 sigur eftir mikinn slag. Helena Sverrisdóttir skilaði af sér 18 stigum, 12 fráköstum og 7 stoðsendingum í leiknum og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 14 stig og 10 fráköst og Ragna Margrét Brynjarsdóttir bætti við 14 stigum en það dugði ekki að þessu sinni.
„Við komum til að vinna en Austurríki lék vel, settu stóru skotin og það var munurinn í leiknum,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari kvennalandsliðsins við austurrísku útsendingaraðilana sem sýndu leikinn í beinni á netinu. Aðspurður um hvort Ísland ætlaði að taka þátt á EM smáþjóða aftur eftir tvö ár svaraði Ívar: „Við höfum ekki spilað nægilega mikið síðustu ár og verðum vonandi með næst en það er alfarið ákvörðun stjórnarinnar okkar.“
Íslenska liðið kemur því heim með silfurverðlaunin og landsliðssumri þeirra er lokið að sinni.
Helstu tölur:
EY FACTS
|
|