spot_img
HomeFréttirAusturfrétt: Sváfu yfir sig og misstu af fluginu

Austurfrétt: Sváfu yfir sig og misstu af fluginu

Það á ekki af körfuknattleiksliði Hattar að ganga þessa dagana. Ekki er nóg með að liðið sé á botni úrvalsdeildarinnar heldur kom liðið töluvert seinna austur í Egilsstaði eftir síðasta leik en áætlað var.

Liðið tapaði illa gegn Þór í Þorlákshöfn á föstudagskvöld og eftir erfiðan leik var keyrt til Reykjavíkur þar sem liðið gisti allt. Síðan átti að fara með fyrstu vél að morgni laugardags austur í Egilsstaði.

Þjálfarinn stillti vekjaraklukkuna í símanum en ekki vildi betur en að síminn varð batteríslaus. Þjálfarinn svaf yfir sig, þeir leikmenn sem þó voru vaknaðir í tíma voru óvissir á brottfarartímanum og ekki vildi betur til en svo en liðið missti af fluginu.

Nánar má lesa um raunir Hattar á Austurfrétt.is

Fréttir
- Auglýsing -