Austin Magnús Bracey hefur samið við Selfoss um að leika fyrir félagið í 1. deild karla og verður löglegur þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í janúar.
Austin er 31 árs bakvörður sem kemur til liðsins frá Haukum, en áður hefur hann einnig leikið með Val, Hetti og Snæfell síðan hann lék fyrst á Íslandi árið 2012.
Á feril sínum á Íslandi hefur Austin leikið 246 leiki á Íslandi, sett að meðaltali 15 stig í þeim og verið með 42% þriggja stiga nýtingu.
