Austin Magnús Bracey er ekki lengur leikmaður Tindastóls samkvæmt heimildum Karfan.is en hann hafði gengið til liðs við Sauðkrækinga fyrir mánuði síðan.
Áður hafði Bracy leikið með Val og Hetti ásamt Snæfell en mun nú semja við annað lið en ekki fylgir sögunni hver ástæða uppsagnarinnar er.
Tindastóll endaði í 6. sæti deildarinnar í fyrra og hefur einnig bætt við sig Björgvin Hafþór Ríkharðssyni frá ÍR og Chris Caird frá FSU auk tveggja erlendra leikmanna. Þá hefur liðið misst þá Darrell Flake, Darrel Lewis og Ingva Rafn frá liðinu og því nokkrar breytingar.
Tindastóll endaði í 6. sæti deildarinnar en fór í undanúrslit gegn Haukum en töpuðu einvíginu 3-1.
Austin Bracey er 26 ára leikmaður sem hefur spilað á Íslandi frá 2012 og er íslenskur ríkisborgari. Hann skilaði 16,3 stigum og 4 stoðsendingum að meðaltali með Snæfell á síðasta tímabili.
Frétt / Ólafur Þór Jónsson