Mikið er að gerast í Dominos deildum karla og kvenna þessa dagana. 8 liða úrslit karlanna hressilega farin af stað og deildarkeppni kvenna kláraðist í gærkvöldi.
Einstefna verið í þremur viðureignum af fjórum í 8 liða úrslitunum Dominos deildar karla, þar sem öllum að óvörum, einvígi Stjörnunnar og Grindavíkur er það eina sem er jafnt eftir fyrstu tvo leikina.
Dominos deild kvenna kláraðist með því að Valur lyfti deildarmeistaratitlinum, en ásamt þeim verða það Keflavík, Stjarnan og KR sem halda til undanúrslita. Í þættinum er farið rækilega yfir tímabilið, framtíð liðanna sem komin eru í sumarfrí og valin úrvalslið tímabilsins.
Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.
Umsjón: Ólafur Þór, Davíð Eldur og Bryndís Guðmundsdóttir
Efnisyfirlit:
00:00 Létt Hjal
Dominos deild kvenna:
01:00 Breiðablik
08:00 Skallagrímur
12:00 Haukar
15:00 Snæfell
19:00 Liðin í topp 4
31:00 Farið létt yfir spá
32:00 Úrvalslið og þjálfari ársins
Dominos deild karla:
37:00 Stjarnan Grindavík
40:00 Njarðvík ÍR
46:00 Tindastóll Þór
50:00 Keflavík KR