Ný þáttur af aukasendingunni er mættur, en það er sérstök útgáfa í þetta sinn. Við tókum upp símtólið og hringdum í nokkra aðila tengda körfuboltanum. Sjáum hvernig staðan er á liðunum í samkomubanni.
Á næstu vikum ætlum við okkur að hringja um hvippinn og hvappinn, ræða við allskonar fólk tengt körfuboltanum, leikmenn, þjálfara, stjórnarmenn, stuðningsmenn eða bara hvað sem er.
Fyrstu gestirnir voru þeir Trausti Eiríksson, Baldur Þór Ragnarsson og Jóhann Árni Ólafsson.
Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.
Umsjón: Ólafur Þór Jónsson
Efnisyfirlit:
1:00 – Trausti Eiríksson, leikmaður ÍR
13:20 – Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls
30:30 – Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari Grindavíkur