Aukasendingin fer yfir síðustu umferðir í Dominos deildunum í körfubolta. Farið yfir helstu umræðuefni og atvik síðustu vikna. Ekkert verður skafað af hlutunum.
Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.
Umsjón: Ólafur Þór, Davíð Eldur og Bryndís Gunnlaugsdóttir.
Efnisyfirlit:
1:20 – Umræða um landsleikina gegn Slóvakíu og Bosníu
8:00 – Hver er næsti þjálfari kvennalandsliðsins?
10:00 – Helena Sverris í Val, óvænt?
17:20 – Blikar ná í sigur með nýjan þjálfara
20:45 – Ari hættur með Skalla – Hvað er að frétta í Borgarnesi
29:15 – Dominos deild karla, Keflavík og Stjarnan að gefa eftir?
35:00 – Umræða um KR
39:30 – Tindastóll og Njarðvík bestu liðin í dag?
42:00 – Hvaða lið verða í og við fallsæti?
51:00 – Landsleikurinn gegn Belgíu – Hvar er Pétur Rúnar?