Aukasendingin kom saman til þess að fara yfir fréttir vikunnar, slúður, hvernig úrvalsdeild karla eigi eftir að spilast í vetur og þá er einnig spáð fyrir fyrstu deild karla. Alveg í lokin er svo farið yfir hvaða leikmenn úrvalsdeildar karla eiga hvað mest að sanna á komandi tímabili.
Aukasendingin er í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram og þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.