Nýr þáttur á Podcasti Körfunnar er mættur. Þátturinn hefur fengið nafnið „Aukasendingin“ þar sem umsjónarmenn þáttarins fara yfir síðustu umferðir í Dominos deildunum. Þátturinn er tekinn upp á tveggja vikna fresti.
Aukasendingin fer yfir síðustu umferðir í Dominos deildunum í körfubolta. Farið yfir helstu umræðuefni og atvik síðustu vikna. Ekkert verður skafað af hlutunum.
Í þessum fyrsta þætti er farið yfir byrjunina á tímabilinu. Hvaða lið eða leikmenn hafa valdið vonbrigðum, hverjir eru sigurvegarar vikunnar og hvaða breytingar eru væntanlegar?
Umsjón: Ólafur Þór, Davíð Eldur og Bryndís Gunnlaugsdóttir.
Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.
Þátturinn er einnig á iTunes
Efnisyfirlit:
00:15 – Nýr þáttur kynntur til leiks
02:20 – Dominos deild kvenna – Keflavík enn án sigurs
07:00 – Engar áhyggjur af
16:45 – Hvaða lið hefur ekki staðið undir væntingum
19:15 – Dominos deild karla – Efstu liðin fara sannfærandi af stað
31:00 – Haukar-ÍR – Leiðilegasti leikur aldarinnar?
43:45 – Getur KR unnið sjötta í röð?
49:15 – Hvað er að gerast í Grindavík, Clinch?
56:45 – Hver er besti bosman leikmaðurinn?
1.02:20 – Sigurvegarar og taparar vikunnar