spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAukasendingin: Haukur Helgi um landsliðið, lokamótin og hvern hann tæki með sér...

Aukasendingin: Haukur Helgi um landsliðið, lokamótin og hvern hann tæki með sér í The Purge

Aukasendingin hitti fyrir leikmann íslenska landsliðsins Hauk Helga Briem Pálsson á hóteli liðsins í Berlín í gærkvöldi, en þar æfir liðið þessa dagana fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrri leikurinn er í Ungverjalandi gegn heimamönnum komandi fimmtudag og svo lýkur undankeppninni með leik heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.


Haukur Helgi var aðeins 19 ára gamall árið 2011 þegar hann var fyrst valinn í íslenska landsliðið og því spannar ferill hans með liðinu að verða 14 ár. Á þessum tíma hefur Haukur að sjálfsögðu verið einn af burðarásum liðsins sem meðal annars tryggði sig inn á lokamót EuroBasket 2015 og aftur tveimur árum seinna 2017.

Þá hefur Haukur að sjálfsögðu verið gífurlega farsæll sem leikmaður, fyrst með stórum skólum í Bandaríkjunum, en eftir það sem atvinnumaður á meginlandi Evrópu.

Í nokkuð óhefðbundnu spjalli við Aukasendinguna fer Haukur yfir hin ýmsu málefni, meðal annars upphaf ferilsins í Bandaríkjunum, hverja hann tæki með sér í The Purge, hvernig hafi verið með íslenska liðinu á þessum fyrstu tveimur stórmótum 2015 og 2017 og hvernig liðið hafi svo breyst til dagsins í dag.

Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.

Fréttir
- Auglýsing -