Vegna sóttkvíar og einangrunar stjórnenda Aukasendingarinnar var brugðið á það ráð að fresta hefðbundinni umfjöllun þáttarins um íslensku deildirnar fram í næstu viku. Í staðinn var heyrt í formanni KKÍ Hannesi Jónssyni og hann spurður út í hin ýmsu málefni sem brenna á aðdáendum þessa dagana.
Ræðir Hannes frekara samstarf Norðurlandana, frestanir tengdar kórónuveirufaraldrinum, færslu VÍS bikarkeppninnar fram í mars og hver staðan sé á nýjum þjóðarleikvang.
Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.