Aukasendingin spjallaði við aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins og þjálfara Stjörnunnar í Bónus deildinni Baldur Þór Ragnarsson á leikdegi íslenska liðsins fyrir leik gegn Ungverjalandi í Szombathely í undankeppni EuroBasket 2025.
Baldur Þór hefur verið aðstoðarþjálfari íslenska liðsins á síðustu árum ásamt því að hafa verið með yngri landsliðum Íslands, en á báðum vígstöðum hefur hann gert ansi vel. Þá hefur hann einnig verið nokkuð sigursæll með félagsliðum uppeldisfélags síns í Þór, með Tindastóli, á síðasta ári úti í Þýskalandi með Ulm og nú síðast Stjörnunni.

Í spjallinu fer Baldur meðal annars yfir muninn á Íslandi og Þýskalandi, hvernig leikdagur sé hjá íslenska liðinu og hvernig hann eigi við utanaðkomandi áreiti.
Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.