Aukasendingin hitti fyrir fyrirliða íslenska landsliðsins Ægir Þór Steinarsson á hóteli liðsins í Berlín í dag, en þar æfir liðið þessa dagana fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket 2025.
Fyrri leikurinn er í Ungverjalandi gegn heimamönnum komandi fimmtudag og svo lýkur undankeppninni með leik heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.

Ægir Þór hefur marga fjöruna sopið með íslenska liðinu. Var í báðum liðunum sem fóru á lokamót, fyrst í Berlín 2015 og svo tveimur árum seinna í Helsinki 2017.
Í stuttu spjalli við Aukasendinguna fer Ægir um nokkuð víðan völl, þar sem hann meðal annars ræðir þróun menningar liðsins, hver hún sé í dag og hvernig hann sjái fyrir sér þessa lokaleiki, þar sem óhætt er að segja að liðið sé í dauðafæri að tryggja sig á þriðja lokamótið á aðeins tíu árum.
Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.