Aukasendingin ræddi við Ægir Þór Steinarsson leikmann íslenska landsliðsins og Acunsa GBC á Spáni um hvernig það hafi verið að flytja með fjölskylduna til Spánar nú í haust, hverjar væntingar fyrir tímabilið séu í San Sebastian, hvernig honum lítist á gengi liða í Subway deildinni á þessu tímabili og hvernig hann sjái landsliðsgluggann sem framundan er fyrir sér.

Þá spáir Ægir í restina fyrir um leiki 7. umferðar Subway deildar karla sem hefst á morgun fimmtudag 18. nóvember.
Beðist er velvirðingar á að hljóð upptökunnar sé ekki upp á tíu, en það er vegna þess að Ægir er staddur í San Sebastian á Spáni, en Aukasendingin er tekin upp í Vesturbæ Reykjavíkur.
Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.