spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAuðvelt hjá Stjörnunni í Ásgarði

Auðvelt hjá Stjörnunni í Ásgarði

Grindvíkingar mættu í Mathús Garðabæjarhöllina í kvöld til þess að etja kappi við topplið Stjörnunnar. Fyrir leikinn vöru Garðbæingar í toppsætinu en Grindvíkingar sátu í 7unda sæti. Það er skemmst frá því að segja að Stjörnumenn voru einfaldlega í öðrum klassa en Grindvíkingar í þessum leik, þó að Suðurnesjamenn hafi aðeins náð að klóra í bakkann undir lokin.

Stjörnumenn byrjuðu betur og voru með létta 5-10 stiga forystu allan fyrri hálfleikinn. Grindavík náði að minnka muninn í 33-31 áður en Stjarnan fór á flug. 49-36 í hálfleik. Síðari hálfleikur var svo aldrei spennandi. Stjörnumenn héldur 15-20 stiga forystu mest allan tímann og margir fengu að spreyta sig. Garðbæingar númeri stærri í kvöld og sigruðu 91 – 73.

Stigahæstur í liði Stjörnunnar í kvöld var Brandon Rozzel sem setti 29 stig og tók að auki 9 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Hjá gestunum var Ólafur Ólafsson atkvæðamestur með 24 stig.

 

Kjarninn

Fyrir utan losarabrag á liði Stjörnunnar í öðrum leikhluta sem hleypti Grindavík inn í leikinn þá voru Garðbæingar með þennan leik í hendi sér frá upphafi til enda. Þrátt fyrir að lið Grindavíkur sé jafnvel betur mannað en það hefur verið að spila í vetur þá eru Stjörnumenn betur mannaðir, með bæði betri Íslendinga sem og betri erlenda leikmann og sýndu það í kvöld.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Grindvíkingar treysta mikið á þriggja stiga skot, þar á meðal löng þriggja stiga skot. Þeir skutu 42 slíkum í kvöld og settu 13. Garðbæingar settu 8 af 25. Í prósentum er þetta frekar svipuð tölfræði. Þá lítur maður á tveggja stiga skotin, þar sem Stjörnumenn skutu 61% en Grindvíkingar 38%, mikill munur þar og í samfloti með yfirburðum Garðbæinga í frákastabaráttunni(49-33) gat leikurinn bara farið á einn veg.

 

Síðasta umferðin

Stjörnumenn fara í Hafnarfjörð á fimmtudag til þess að spila við Hauka, sigur í þeim leik tryggir þeim deildarmeistaratitilinn. Grindvíkingar eiga leik við ÍR, sem mun ráða úr því hvaða lið verður í 7unda sæti og hverjir verma 8unda og síðasta úrslitakeppnissætið.

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bára Dröfn)

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -