Njarðvíkurstúlkur fóru nokkuð létt með 1.deildar lið Þórs frá Akureyri í 8 liða úrslitum bikarsins í dag í Ljónagryfjunni. Njarðvík sigraði 83-48 í leik sem varð aldrei spennandi. Ólöf H. Pálsdóttir var stigahæst heimastúlkna með 16 stig og Rut Konráðsdóttir hjá gestunum skoraði líkt hið sama.