spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAuðvelt hjá Keflavík í Hlíðunum

Auðvelt hjá Keflavík í Hlíðunum

Valsmenn, sem unnu góðann sigur á Tindastóli fyrir norðan í síðustu umferð beið síst auðveldara verkefni þegar að Keflvíkingar komu í heimsókn í Origo-Höllina í kvöld. Keflvíkingar sem töpuðu fyrir Stjörnunni í síðustu umferð voru vissulega sigurstranglegri en þrátt fyrir það var möguleiki á hörkuleik. Lið Vals er statt í harðri fallbaráttu á meðan að Keflavík er við topp deildarinnar í 2. sæti.

Það er skemmst frá því að segja að allar vonir undirritaðs um spennandi leik hurfu sem dögg fyrir sólu strax á fyrstu mínútunum. Keflavík höfðu fullkomna yfirburði allan leikinn og höfðu að lokum auðveldan sigur 68 – 96.

Stigahæstur Keflvíkinga var Hörður Axel Vilhjálmsson með 19 stig en atkvæðamestur Valsmanna var Austin Bracey með 14 stig.


Tölfræðin Lýgur Ekki
Yfirburðir Keflavíkur á öllum sviðum leiksins voru áberandi frá fyrstu stundu. Þeir settu 15 þriggja stiga körfur gegn 9, þeir skoruðu 15 stig úr hraðaupphlaupum gegn 4, þeir gáfu 21 stoðsendingu gegn 14 og töpuðu 10 boltum gegn 18 hjá heimamönnum. Fullkomnir yfirburðir.

Einn í heiminum
Keflvíkingar höfðu akkúrat engar áhyggjur af skyttum Valsmanna öðrum en þeim Frank Booker og Austin Bracey. Allir aðrir voru bókstaflega skildir eftir einir fyrir utan þriggja stiga línunna. Á löngum köflum var næstum kómískt að horfa á lélegar skyttur Vals berjast við sjálfa sig um hvort þeir ættu að taka GALopin skot eða ekki.

Gengið á lagið
Það var ljóst frá fyrstu mínútum leiksins að Valsmenn höfðu ákveðið að fara undir boltahindranir á Hörð Axel. Hann þakkaði pent fyrir sig með fjórum þriggja stiga körfum á fyrstu þremur mínútum leiksins og leikplan Vals farið út um gluggan. Gestirnir fylgdu fordæmi fyrirliðans síns og röðuðu niður þriggja stiga körfunum allan leikinn.

Tölfræði leiksins
Myndasafn: Bára Dröfn


Fréttir
- Auglýsing -