spot_img
HomeFréttirAuðvelt hjá Bandaríkjunum

Auðvelt hjá Bandaríkjunum

Bandaríkin vann Angóla í dag 121-66 í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur Ólympíumeistaranna aldrei í hættu og þeir unnu einn stærsta sigur mótsins gegn Afríkumeisturunum.
Enginn leikmaður Bandaríkjanna lék meira en 21 mínúta en það voru þeir Derrick Rose og Eric Gordon.
 
Stigahæstur hjá Bandaríkjunum var Chauncey Billups með 19 stig en þrír leikmenn settu 17 stig hver en það voru þeir Kevin Durant, Rudy Gay og Eric Gordon.
 
Hjá Angóla var Joaquim Gomes stigahæstur með 21 stig og Felizardo Ambrosio setti 12 fyrir Angóla.
 
Bandaríkjamenn mæta Rússum í 8-liða úrslitum, sem unnu Nýja Sjáland fyrr í dag,
 
Ljósmynd/ Russell Westbrook með glæsilega tilburði í leiknum í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -