Phoenix Suns unnu sinn áttunda sigur í röð þegar þeir lögðu Chicago Bulls að velli í nótt, 105-111. Þá töpuðu Washington Wizards sínum sextánda leik í röð, nú gegn Houston Rockets, 98-94, og Oklahoma Thunder á nær öruggt sæti í úrslitakeppninni eftir sannfærandi sigur á Philadelphia 76ers, 93-111.
Loks unnu Milwaukee Bucks LA Clippers, 107-89, og Indiana lagði Sacramento, 102-95.