spot_img
HomeFréttirÁtta liða úrslitum lokið á Asíuleikunum

Átta liða úrslitum lokið á Asíuleikunum

9:15

{mosimage}

(Hamad Afagh Elslamieh leikmaður Írans)

Átta liða úrslit körfuboltakeppni Asíuleikanna fóru fram í gær og var mikil spenna í leikjunum. Íranir unnu Japani nokkuð óvænt með 4 stigum en Íran hefur ekki komist í undanúrslit keppninnar síðan 1951.

Jórdanía sigraði svo Kazakhstan í mjög sveiflukenndum leik. Í hálfleik leiddi Jórdanía 42-32 en Kazakhstar bitu í skjaldarrendur og sigruðu seinni hálfleik með 10 stigum og því varð að framlengja leikinn og þar stungu Jórdanir af. Öruggasti sigur átta liða úrslitanna var sigur Kína á Suður Kóreu en sá leikur endaði 68-52. Í síðsta leiknum áttust við heimamenn í Qatar og Taiwan og það var ekki fyrr en að lokinn annarri framlengingu sem úrslit fengust og voru það heimamenn sem sigruðu. Það verða því Kína og Jórdanía sem mætast annars vegar í undanúrslitum í dag og hinsvegar Qatar og Íran. Úrslitaleikur kvenna fer fram á morgun en þar eigast við Kína og Taiwan.

[email protected]

Mynd: Heimasíða Asiuleikanna

Fréttir
- Auglýsing -