spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁtta liða úrslitakeppni í fyrstu deildum karla og kvenna

Átta liða úrslitakeppni í fyrstu deildum karla og kvenna

Samkvæmt heimildum Körfunnar var það staðfest í dag að 8 liða úrslitakeppni muni fara fram í fyrstu deildum karla og kvenna. Sendi mótanefnd skeyti þess efnis fyrr í dag til formanna félaga í deildunum.

Mun ákvörðunin hafa verið tekin af stjórn sambandsins í dag, en hún hafði áður verið kynnt á fundi félaganna í desember. Væntanlegt er dagatal úrslitakeppninnar fyrir báðar deildir, en þá mun koma í ljós hverjir leikdagar í henni verða.

Þetta er nokkur breyting á því sem áður var, þar sem fjögurra liða úrslit voru í báðum deildum síðast þegar úrslitakeppni fór fram 2019, en engin úrslitakeppni var í fyrra vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Fréttir
- Auglýsing -