spot_img
HomeFréttirÁtta efnilegir undir 17 ára drengir

Átta efnilegir undir 17 ára drengir

Karfan hefur sett saman nokkra hópa efnilegra yngri leikmanna sem fjallað verður lítillega um á næstu vikum og mánuðum. Um er að ræða efnilegri leikmenn Íslands, sem líklegir eru til þess seinna að láta að sér kveða í meistaraflokkum betri liða landsins, erlendis eða með a landsliðum þjóðarinnar.

Eðli málsins samkvæmt er alls ekki um tæmandi lista að ræða. Hér eru aðeins nefndir þeir sem komið hafa til sjóna þeirra er koma að gerð þessara frétta.

Átta efnilegir undir 17 ára drengir:

Birkir Hrafn

Birkir Hrafn Eyþórsson, 2006, Selfoss

Birkir er fjölhæfur tveggja metra vængspilari sem býr yfir breiðu vopnabúri. Hann hefur hraðan til að komast fram hjá mönnum af toppinum og hæðina til að bakka menn niður á blokkinni. Birkir er einnig ótrúlegur íþróttamaður og var byrjaður að troða vindmyllu troðslum upp á fjörið í 9.bekk. Hann vakti athygli á Evrópumótinu í sumar og hlaut boð frá ACB liði Tenerife um að leika með ungmennaliði þess á æfingamóti fyrr í vetur. Birkir er líka orðin frábær skytta fyrir utan og átti frábæran leik með Selfossi gegn Ármenningum í fyrstu deildinni fyrr í vetur er hann skoraði 22 stig, þar af var hann 6 af 9 í þriggja stiga skotum. Gárungarnir segja að það sé einungis tímaspursmál hvenær Birkir fari út fyrir landsteinana en hann er ennþá bara á fyrsta ári í menntó og hefur nægan tíma áður enn hann tekur næsta skref. 

Lúkas Aron

Lúkas Aron Stefánsson, 2006, ÍR

Lúkas er bakvörður sem getur einnig spilað vængstöðuna. Lúkas býr yfir miklum hæfileikum. Hann fær mikla þjónustu frá Stefáni Orra, liðsfélaga sínum, og gerir það sem hann gerir best fyrir öflugt ÍR lið í 2006 árgangi, setja boltann ofan í körfuna. Lúkas býr einnig yfir góðum leikskilning og virðist velja rétt augnablik til að deila boltanum líka á aðra öfluga leikmenn með sér í liði eins og Birki Mána. Lúkas býr ekkert yfir neinum sérstökum íþróttahæfileikum og það er eitthvað sem hann þarf klárlega að bæta áður enn hann tekur næsta skref upp í meistaraflokk. Hæfileikar hans í körfu eru hins vegar, eins og áður sagði, gríðarlega miklir og gæðin skína af honum. 

Lars Erik

Lars Erik Bragason, 2006, KR

Lars er hávaxinn framherji sem vill helst spila inn í teig en getur einnig spilað uppi á velli þar sem hann er mikil ógn fyrir utan þriggja stiga línuna. Lars er klárlega bestur í að ráðst á körfuna og sækja stig á töfluna en hann getur líka unnið erfiðisvinnuna og sótt fráköst á báðum endum vallarins. Lars er kannski tilbúnasti leikmaðurinn í meistaraflokks bolta ásamt Birki Hrafni í sínum árgangi. Pundið í honum er virkilega þungt og hann er virkilega klókur að notfæra sér það til góðs. Lars hefur verið einn af fáum ljósum punktum í döpru liði KR-inga það sem af er vetri og hefur átt flottar frammistöðu eins og í leiknum á móti Breiðablik í seinni umferð Subway-deildarinnar þar sem hann skilaði 14 stigum og 10 fráköstum í sigri KR.

Ásmundur Múli
Viktor Jónas

Ásmundur Múli Ármannsson og Viktor Jónas Lúðvíksson, 2006, Stjarnan

Virkilega öflugt tvíeyki sem yngriflokka starf Stjörnunnar bindur miklar vonir við. Ásmundur er leikstjórnandi sem getur bæði skotið boltanum og ráðist á körfuna. Viktor er síðan undir körfunni að hreinsar upp fráköstin og skila þeim aftur ofan í. Samspil þeirra á milli í vegg og veltu kerfi er illviðráðanlegt og gerir Stjörnuna að besta liði landsins í 2006 árganginum. ÍR-ingar verða að finna einhver svör við þeim Viktori og Ásmundi ef þeir ætla sér að verða Íslandsmeistarar aftur eins og í fyrra. 

Stefán Orri

Stefán Orri Davíðsson, 2006, ÍR

Öflugur og kraftmikill leikstjórnandi sem býr yfir miklum sprengikrafti. Stefán á virkilega auðvelt að komast fram hjá manninum sínum og á margar hreyfingar í vopnabúrinu. Hann er bestur í að búa til fyrir aðra en veit líka hvenær hann á að taka af skarið sjálfur. Það hefur verið gaman að fylgjast með baráttu Stefáns og Ásmunds Múla í Stjörnunni í gegnum tíðina og það verður áhugavert að sjá hvor þeirri eigi eftir að stýra liði sínu til sigurs undir lok Íslandsmótsins í vor. 

Arnór Tristan

Arnór Tristan Helgason, 2006, Grindavík

Leikstjórnandi sem veður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Arnór tók sín fyrstu skref í meistaraflokki síðasta vetur og hefur reglulega verið í hóp í vetur og komið við sögu i 15 leikjum það sem af er tímabili. Grindjánar vilja meina að hann sé nú þegar orðin föðurbetrungur pabba síns, Helga, sem lék sem einnig fyrir Grindavík á sínum tíma. 

Heimir

Heimir Gamalíel Helgason, 2007, Njarðvík

Heimir er 203 cm. fjarki sem spilar aðallega inn í teig en getur einnig leikið sem vængur fyrir utan. Þrátt fyrir að vera svona hávaxin er hann farinn að sýna glettur af íþróttahæfileikum og getur bæði tekið boltann strandanna á milli og spilað fyrir ofan hringinn. Heimir er einnig farinn að vekja athygli út fyrir landsteinana og lék t.d. fyrir ungmenna lið Barcelona fyrr í vetur. Heimir er yngstur á þessum lista og á enn eftir að láta til sín taka í meistaraflokki. Það verður spennandi að fylgjast með honum þegar fram líða stundir. 

Fréttir
- Auglýsing -