spot_img
HomeFréttirAtlanta Hawks - Er Schröder svarið?

Atlanta Hawks – Er Schröder svarið?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

9. sæti – Chicago Bulls

8. sæti – New York Knicks

7. sæti – Washington Wizards

6. sæti – Detroit Pistons

 

 

 

Atlanta Hawks

 

Heimavöllur: Philips Arena

Þjálfari: Mike Budenholzer

 

Helstu komur: Dwight Howard, Jared Jack

Helstu brottfarir: Al Horford, Jeff Teague

 

Í umræðunni um Atlanta Hawks gleymist stundum hversu góður leikmaður Paul Millsap er. Hann getur allt, skorað og varist með þeim bestu í bransanum. Dwight Howard ætti að geta hjálpað til í vörninni og hættir vonandi að væla um fleiri sóknarsnertingar, enda fær hann frekar of margar slíkar ef eitthvað er. Fyrir utan bíða svo Bazemore og Korver tilbúnir að skjóta.

 

Styrkleikar liðsins felast í sterku byrjunarliði, góðum skyttum og góðum varnarmönnum. Eru ennfremur mjög vel þjálfaðir og á góðum dögum eru þeir kallaðir Spurs-East. Veikleikar þeirra eru Dwight Howard, sem getur eyðilagt heilu liðin með væli og leiðindum og svo gæti Hawks liðið einnig rekist á það að þeir hafa ekki eins góða skorara og áður og gætu lent í vandræðum í lok jafnra leikja.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Dennis Schröder
SG – Kent Bazemore
SF  – Kyle Korver
PF – Paul Millsap
C – Dwight Howard

 

Gamlinginn: Kyle Korver (35) er eins góð skytta og þær gerast. Yfir 40% 3gja stiga nýting.

Fylgstu með: Dennis Schröder er hent í djúpu laugina sem byrjunarliðsleikstjórnanda, gæti verið frábær hugmynd en gæti líka endað i slysi.

 

Spá: 47-35 – 5. Sæti.

Fréttir
- Auglýsing -