Sigurganga Jóns Axels Guðmundssonar og félaga í San Pablo Burgos hélt áfram í dag er liðið lagði Cartagena að velli í Primera Feb deildinni á Spáni, 112-84.
Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 12 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og 3 stolnum boltum.
Sigur dagsins var sá sjöundi í röð hjá liðinu, en þeir eru sem áður í efsta sæti deildarinnar með fjórtán sigra og aðeins eitt tap það sem af er deildarkeppni.