Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao töpuðu fyrir Joventut í dag í ACB deildinni á Spáni, 79-95.
Á rúmum 24 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi Snær 14 stigum, 8 fráköstum og 3 vörðum skotum, en hann var næst framlagshæstur í liði Bilbao í leiknum.
Bilbao eru eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með þrjá sigra og fimm töp það sem af er tímabili.