Úrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna rúllaði af stað í kvöld.
Aþena lagði Tindastól nokkuð örugglega, 80-45.
Atkvæðamestar fyrir Aþenu í leiknum voru Sianni Martin með 17 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og Jovanka Ljubetic með 16 stig og 3 fráköst.
Fyrir Tindastól var Emese Vida atkvæðamest með 19 stig og 11 fráköst. Henni næst var Andriana Kasapi með 9 stig.
Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig upp í Subway deildina.
Úrslit kvöldsins
Fyrsta deild kvenna – Úrslit
Aþena 80 – 45 Tindastóll
Aþena leiðir 1-0