spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaAþena/Leiknir hafði betur gegn Aftureldingu

Aþena/Leiknir hafði betur gegn Aftureldingu

Það mátti greina ákveðinn doða yfir Mosfellsbæ í dag þegar lið Aþenu/Leiknis heimsótti Aftureldingu á Varmá í 2. deild karla. Stemmningin var ekki sú sama og um síðustu helgi og augljóst að bærinn var að jafna sig eftir gleðina í gær þegar karlalið félagsins í fótbolta tryggði sér sæti í efstu deild að ári.

Leikur Aftureldingar og Aþenu/Leiknis var lítið fyrir augað. Eins og einum varð að orði, þetta var týpískur lurkabolti sem leikinn er í 2. deild sem vann þennan leik. Hinir ungu og frísku leikmenn Aftureldingar máttu sín lítils gegn liði Aþenu/Leiknis sem er uppfullt af reyndum leikmönnum úr lurkaboltanum í 2. deild þar sem leikstíllinn er að spila hægt, skjóta langt utafn af velli og vera sem mest fyrir andstæðingunum í vörn, í þeirri von að ekki sé alltaf dæmt á það. Enda fór svo að Aþena/Leiknir vann leikinn nokkuð örugglega og var hann einungis jafn í fyrsta leikhluta og voru lokatölur 50-73.

Stigaskor Aftureldingar skiptist þannig að Alexander Finnsson og Kjartan Karl Gunnarsson skoruðu 15 stig hvor, Elvar Símonarson 5, Hlynur Ingólfsson 4, Magni Jónsson 3, Bragi Hauksson 2, Kristófer Harðarson 2, Óskar Davíðsson 1 og Anton Bjarnason 1. Fyrir Leikni skiptist skorið svona: Einar Bjarni Einarsson 15, Guðjón Logason 14, Þorbergur Ólafsson 12, Þröstur Kristinson 11, Dzemal Licna 7, Halldór Halldórsson 7, Arnar Kári Arnarson 5, Hafþór Snorrason 2 og Sæmundur Hermannsson 2.

Næsti leikur Aþenu/Leiknis er gegn Uppsveitum í Austurbergi á laugardaginn kl. 18. Afturelding tekur á móti Vestramönnum næstkomandi sunnudag kl 14 í Varmá.

Staðan í 2. deild karla

Hlynur Logi Ingólfsson kominn í Aftureldingarbúning eftir 10 ára hlé
Fréttir
- Auglýsing -