spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaAþena lagði KR í Austurbergi

Aþena lagði KR í Austurbergi

Aþena vann KR í æsispennandi leik í Austurbergi í kvöld.

KR byrjaði leikinn betur og gjörsamlega settu allt í lás og leiddi 9-0 eftir 5 mínútur af fyrta leikhluta. KR hélt svo foryrstunni fram í miðjan 4 leikhluta eftir áhlaup frá Aþenu. Eftir að Aþena komst yfir héldu þær forystunni nokkuð þægilega til leiks loka og unnu 61-57.

Atkvæðamest fyrir Aþenu í leiknum var Sianni Martin með 21 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta. Fyrir KR var það Michaela Porter sem dró vagninn með 14 stigum, 11 fráköstum og 6 stolnum boltum.

Þrátt fyrir sigurinn fer Aþena ekki beint upp í Subway deildina, en þær enda deildina með jafn mög stig og þær. Vegna innbyrðisstöðu mun Hamar/Þór fara upp, en bæði KR og Aþena fara í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar ásamt Tindastóli úr fyrstu deildinni og Snæfell úr Subway deildinni um hitt lausa sætið í Subway.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Magnús Sigurjón Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -