spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaAþena í Subwaydeild kvenna á næsta tímabili eftir sigur gegn Tindastól

Aþena í Subwaydeild kvenna á næsta tímabili eftir sigur gegn Tindastól

Tindastóll tók á móti Aþenu í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Subway deild kvenna í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Aþena var 2-1 yfir fyrir leik kvöldsins en vinna þarf 3 leiki í einvíginu til að tryggja sætið.

Leikurinn

Leikurinn fór fjörlega af stað í ágætlega mönnuðu Síki og greinilegt að bæði lið voru mætt til að berjast. Heimastúlkur voru skrefi á undan í fyrsta leikhluta en gestirnir voru aldrei langt undan. Ákafi var í varnarleik beggja liða og ljóst að spennustigið var hátt. Staðan 19-18 eftir fyrsta leikhluta. Liðin höfðu hlutverkaskipti í því að Aþena var alltaf skrefinu á undan í öðrum leikhluta en Tindastóll hleypti þeim aldrei langt frá sér. Ákafinn í varnarleiknum hélt áfram hjá báðum liðum og stigaskorið endurspeglaði spennu leikmanna sem hittu fremur illa þegar skot fengust. Staðan 33-36 fyrir gestina í hálfleik.

Klara byrjaði á að jafna leikinn í upphafi seinni hálfleiks með góðum þrist en síðan tók sami barningurinn við hjá báðum liðum. Sérstaklega var mikil barátta undir körfunni hjá stóru stelpunum og ekkert gefið eftir. Aþena var þó að komast betur á hringinn og heimastúlkur áttu í erfiðleikum með að halda þeim fyrir framan sig í vörninni. Aþena leiddi eftir þriðja leikhluta 52-55 og gríðarlegur hiti í Síkinu. Aþena komst 6 stigum yfir en Stólastúlkur tóku sprett til baka og jöfnuðu 60-60 þegar 4 mínútur voru liðnar og komust yfir í næstu sókn. Gestirnir voru svo úrræðabetri á síðustu mínútum leiksins og enduðu með að landa sterkum 72-77 sigri og tryggja sitt sæti í efstu deild að ári. Stólastúlkur geta þó kvatt tímabilið með stolti og komust lengra en flestir áttu von á.

Tölfræði leiksins

Myndasafn ( Væntanlegt )

Martin var stigahæst Aþenukvenna með 25 stig og steig upp sem leiðtogi þegar á þurfti að halda. Hjá heimastúlkum voru Kasapi og Emese öflugar. Aþena leikur því í Subway deildinni að ári.

Viðtöl :

Dzana Crnac
Helgi Freyr Margeirsson
Tanja Ósk Brynjarsdóttir

Umfjöllun – Hjalti Árna


Fréttir
- Auglýsing -