spot_img
HomeFréttirAtari Parker: Munum ekki hafna í 6. sæti

Atari Parker: Munum ekki hafna í 6. sæti

16:51 

{mosimage}

 

 

Atari Parker var bara nokkuð hress eftir ósigur Hamars gegn Grindavík í gær en Parker átti góðan leik og gerði 25 stig, tók 21 frákast og gaf 8 stoðsendingar í leiknum. Óneitanlega kom Hamars liðið mörgum í opna skjöldu með spilamennsku sinni en þær börðust vel og létu Grindavík hafa verulega fyrir stigunum tveimur.

  

,,Við spiluðum vel og vorum að skjóta ágætlega, einnig vorum við að hreyfa boltann vel og ég tel að við höfum komið fólki í opna skjöldu með spilamennsku okkar,” sagði Parker í samtali við Karfan.is.

 

Atari Parker sagði ennfremur að þessi leikur væri eitthvað fyrir Hamars liðið til að byggja á. ,,Ég vissi að liðið okkar væri reiðubúið í slaginn og við getum byggt á þessum leik þrátt fyrir tapið. Ég er tel að við munum ekki hafna í 6. sæti eins og okkur var spáð,” sagði Atari Parker að lokum.

  

Fréttir
- Auglýsing -