spot_img
HomeFréttirÁstþór fór hamförum í sigri Íslands

Ástþór fór hamförum í sigri Íslands

Undir 16 ára landslið drengja vann Ungverjaland fyrr í dag í B-deild Evrópumótsins, 63-74. Ísland leikur í C-riðli mótsins og er með tvo sigra og eitt tap. 

 

Ungverjar voru sterkari í upphafi en Íslenska liðinu tókst síðan að halda því ungverska í átta stigum í öðrum leikhluta. Þar með gaf liðið tóninn og gekk Ungverska liðinu ekki að komast almennilega inní leikinn eftir það. Lokastaðan var 63-74 fyrir Íslenska liðinu. 

 

Ástþór Svalason átti magnaðan leik fyrir Ísland og var með heil 31 stig, við það bætti hann svo fjórum fráköstum og þrem stoðsendingum. Þá var Friðrik Anton Jónsson með 11 stig og 8 fráköst. 

 

Íslenska liðið fær frídag á morgun en á mánudag mætir liðið Búlgaríu í fjórða leiknum á mótinu. Búlgaría líkt og Ísland er með tvo sigra eftir þrjá leiki  Leikurinn hefst kl 19:00 að Íslenskum tíma og verður sýndur beint. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: 

Fréttir
- Auglýsing -