Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Ljubljana í Slóveníu þar sem landsliðsglugginn fer fram. Liðið mætir Grikkjum þann 4. febrúar og heimakonum í Slóveníu þann 6. febrúar.
Þetta eru síðustu leikir liðsins í A-riðli undankeppni Eurobasket sem fram fer síðar á þessu ári. Ísland hefur leikið fjóra leiki í riðlinum og er án sigurs með sigahlufallið -107 stig. Liðið er því pressulaust fyrir lokaleikina.
Landsliðshópinn í heild má finna hér
Karfan mun fjalla um leikina sem framundan eru að bestu getu. Okkar maður í Ljubljana spjallaði við Ástu Júlíu Grímsdóttur, nýliða liðsins um hvernig það er að vera komin í landsliðið og aðstæður í Slóveníu
Ásta hefur komið af miklum krafti aftur inn í Dominos deildina eftir að hafa verið í Bandaríkjunum á síðasta tímabili, en í þeim 5 leikjum sem búnir eru í vetur hefur hún verið að skila 8 stigum og 8 fráköstum á rúmum 20 mínútum að meðaltali í leik með sterku liði Vals.