spot_img
HomeFréttir"Áskorun að fara til Grindavíkur"

“Áskorun að fara til Grindavíkur”

 Eins og flestum er kunnugt hefur Pálína Gunnlaugsdóttir, besti leikmaður Dominos deildarinnar á síðasta ári söðlað um og yfirgefið Íslands og bikarmestara Keflavíkur og hefur skrifað undir 2ja ára samning við Grindavík.  Vissulega gríðarleg blóðtaka fyrir Keflavík. En þó er það huggun fyrir Keflavík að á þeim bænum setja þeir bara “framleiðsluna” í gang þar sem yngriflokkastarfsemi þeirra í kvennakörfunni er í algerum sérflokki. 
 Í samtali við VF.is kvaðst Pálína þakklát fyrir sinn tíma í Keflavík og að hún kveðji með söknuði. “Jú, vissulega. Ég er búin að vera lengi hjá félaginu. Keflavík er öðruvísi klúbbur en aðrir sem ég hef verið hjá. Það snýst allt um körfubolta í bæjarfélaginu og í sannleika sagt þá er hjartað á mér orðið svolítið blátt eftir þessi sex ár. Mér leið mjög vel hjá Keflavík og er mjög þakklát fyrir tíma minn hjá félaginu.“
 
Pálína kvaðst einnig þurfa á nýrri áskorun að halda þar sem hún sé búin að vinna allt sem hægt er að vinna með Kefalvík. „Ég hef verið hjá Keflavík í sex ár og toppaði sjálfa mig á síðustu leiktíð. Ég er afar sátt með tíma minn hjá Keflavík. Ég þurfti kannski örlítið nýja áskorun á þessum tímapunkti eftir frábært tímabil.“
 
Þeir í Grindavík ætla sér greinilega stórahluti í kvennaboltanum á næsta ári því þeir réðu til þjálfunar Keflvíkinginn Jón Halldór Eðvaldsson sem stjórnaði liði Keflavíkur til margra ára og þar á meðal stjórnaði hann Pálína. „Auðvitað hafði það áhrif að hann hafi tekið við Grindavíkurliðinu. Við Jonni erum góðir vinir og hann þekkir mig gríðarlega vel. Það er áskorun fyrir mig að fara til Grindavíkur en ég finn að það er mikill metnaður hjá félaginu. Grindavík hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö tímabil í karlaflokki og stefnan er sett á að ná betri árangri í kvennaflokki.“ sagði Pálína að lokum í viðtali við VF.is
Fréttir
- Auglýsing -