spot_img
HomeFréttirÁskell: Leikirnir sem maður bíður eftir!

Áskell: Leikirnir sem maður bíður eftir!

Vesturlandsslagur ÍA og Skallagríms í 1. deild karla brestur á í kvöld kl. 19:15 á Akranesi en þessir fornu fjendur eru áskrift á góðan leik. Áskell Jónsson leikmaður Skagamanna segir sína menn hafa beðið spennta eftir leik kvöldsins.

„Þetta leggst mjög vel í okkur, við erum búnir að bíða spenntir eftir þessum leik og búumst við troðfullu húsi í kvöld,“ sagði Áskell og segir Skagamenn mæta vel stemmda í verkefnið eftir sigur í síðustu tveimur leikjum. 

„Leikir eins og þessir eru rosalega mikið spuning um hverjir mæta ákveðnari til leiks. Ég býst ekki við öðru en þeir mæti hingað alveg brjálaðir frá fyrstu mínutu og við verðum að vera tilbúnir í það,“ sagið Áskell en hvernig upplifir hann þessa rómuðu nágrannarimmu?

„Þetta eru leikirnir sem maður bíður eftir, stemmingin er frábær og spennustigið í húsinu alltaf þrepi hærra. Ég hugsa enn um leikina við Skallagrím í úrslitum 1.deildar 2012. Það var algjör bikarúrslitastemming alla þrjá leikina. Áhorfendur byrjaðir að syngja klukkutíma fyrir leik og hættu ekki fyrr en leik lauk. Ég allavega bíð spenntur eftir kvöldinu og vonast eftir að sjá sem flesta.“

Staðan í 1. deild karla

Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Valur 4 4 0 8 389/309 97.3/77.3 3/0 1/0 93.3/71.3 109.0/95.0 4/0 4/0 +4 +3 +1 1/0
2. Fjölnir 4 3 1 6 368/319 92.0/79.8 2/1 1/0 92.0/87.0 92.0/58.0 3/1 3/1 +2 +1 +1 0/0
3. Þór Ak. 4 3 1 6 340/280 85.0/70.0 1/0 2/1 103.0/66.0 79.0/71.3 3/1 3/1 -1 +1 -1 0/0
4. ÍA 4 3 1 6 318/292 79.5/73.0 1/0 2/1 77.0/64.0 80.3/76.0 3/1 3/1 +2 +1 +1 0/0
5. Skallagrímur 4 2 2 4 378/330 94.5/82.5 2/0 0/2 115.0/70.5 74.0/94.5 2/2 2/2 +1 +2 -2 0/1
6. Breiðablik 4 2 2 4 319/314 79.8/78.5 0/2 2/0 61.5/76.0 98.0/81.0 2/2 2/2 -1
Fréttir
- Auglýsing -