KR og Stjarnan mætast í sínum öðrum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í kvöld og fer leikurinn fram kl. 19:15 í Ásgarði í Garðabæ. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en það er KR sem leiðir einvígið 1-0 eftir sannfærandi 108-78 sigur í fyrsta leik liðanna.
Í fyrsta leiknum var mikið skorað í fyrri hálfleik og nokkuð jafnt á með liðunum. KR-ingar áttu síðari hálfleikinn skuldlausan og keyrðu Garðbæinga í kaf. Verða Teitur Örlygsson og Stjörnumenn komnir með svör fyrir kvöldið í kvöld eða er KR-mulningsvélin einfaldlega of föst fyrir? Ekki fá svarið í fjölmiðlum eftir leik, mættu á völlinn!
Stjarnan-KR
Leikur 2
Úrslit
Í kvöld kl. 19:15