Laugardaginn 21. maí voru í fyrsta sinn útskrifaðir nemendur sem stunda nám á afreksíþróttasviði samhliði bóknámi til stúdentsprófs við Borgarholtsskóla. Það voru Arnþór Freyr Guðmundsson og Ægir Þór Steinarsson.
Með Ægi og Arnþóri á myndinni er Bjarni Jóhannsson verkefnisstjóri afreksíþrótta hjá Borgarholtsskóla. Ægir og Arnþór leika eins og kunnugt er með Fjölni í Iceland Express deild karla en leiðir Ægis og Arnþórs skilja á næstu leiktíð þar sem Ægir heldur til Bandaríkjanna í nám við Newburry-skólann.
Nánar á www.bhs.is