spot_img
HomeFréttirArnþór í EBA deildina á Spáni

Arnþór í EBA deildina á Spáni

Arnþór Freyr Guðmundsson hefur samið við spænska liðið Albacete í fjórðu efstu deild á Spáni en sú deild heitir EBA og inniheldur fimm riðla og 64 lið. Sigurvegarar í EBA deildinni komast upp í LEB silverdeildina á Spáni. Albacete hafnaði í 9. sæti í B-riðli EBA deildarinnar á síðustu leiktíð.
 
„Ég fékk boð í sumar um að spila í Eurobasket Summer League í Madríd og í gegnum það verkefni kom þetta boð úr EBA deildinni,“ sagði Arnþór í samtali við Karfan.is. Að lokinni síðustu leiktíð sagði Arnþór skilið við uppeldisfélagið sitt Fjölni og samdi við Hauka sem nú missa mann sem náði ekki að leika einn leik fyrir félagið.
 
„Þetta var í samningi mínum við Hauka svo ég mátti fara út og félagið sýndi þessu skilning,“ sagði Arnþór sem heldur til Spánar í næstu eða þarnæstu viku.
  
Fréttir
- Auglýsing -