Fjölnismaðurinn Arnþór Freyr Guðmundsson er Gatorade-leikmaður níundu umferðar í Domino´s deild karla. Arnþór splæsti í ,,quarterback” tilþrif þegar hann bauð upp á stoðsendingu á Jón Sverrisson liðsfélaga sinn sem svo kláraði ÍR á lokasekúndunni. Myndarleg tilþrif og svellköld sending hjá Arnþóri sem ljósmyndarar og fréttaritarar Karfan.is tóku vel eftir.
Fjölnir vann þarna mikilvægan sigur á ÍR í háspennuslag þar sem Arnþór minnti öllu heldur á leikmann í NFL deildinni heldur en körfuboltamann þegar hann þefaði Jón uppi með magnaðri sendingu eftir endilögnum vellinum. RÚV var á staðnum og náði tilþrifunum á stafrænt form.
Arnþór gerði 14 stig í leiknum gegn ÍR, tók 2 fráköst og var með 4 stoðsendingar og ein þeirra tryggði stigin tvö.
Mynd/ Addú eins og hann er jafnan kallaður átti ekki í vandræðum með að ,,stræka” eina ,,quarterback-pósu” þegar Karfan.is skutlaði svellköldum kassa af Gatorade á hann.