Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað um eitt mál sem kom á borð nefndarinnar.
Arnór Sveinsson leikmaður Keflavíkur var úrskurðaður í eins leiks bann eftir að hafa verið rekinn úr húsi í tapi gegn Þór Þ í úrslitaeinvígi liðanna. Þetta var tilkynnt í morgun og tekur bannið strax gildi, því verður Arnór ekki með Keflavík í kvöld.
Arnór braut á Adomas Drungilas í upphafi annars leikhluta í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Dominos deildarinnar síðasta miðvikudag og ráku dómarar leiksins hann af velli fyrir atvikið.
Þór Þ vann þennan fyrsta leik liðanna og leiðir einvígið 1-0 þegar liðin mætast í öðrum leik einvígisins í kvöld. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn.