Bakvörðurinn Arnór Bjarki Ívarsson hefur samið við Selfoss um að leika með liðinu í fyrstu deild karla.
Arnór er 23 ára leikstjórnandi sem leikið hefur með uppeldisfélagi sínu í Haukum til þessa. Á síðustu leiktíð skilaði hann 4 stigum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 23 leikjum í Dominos deildinni.
Selfoss er sem stendur í 6. til 9. sæti deildarinnar ásamt Sindra, Skallagrím og Snæfell, með einn sigur í fyrstu fimm umferðunum.