spot_img
HomeFréttirÁrni Ragnars heldur í víking

Árni Ragnars heldur í víking

 Árni Ragnarsson bakvörður/framherji úr Fjölni mun ekki koma til með að spila með liði Fjölni á næsta tímabili og verður ekki á landinu næsta vetur.  ”Ég er á leið til Florida í MBA nám og verð þar í ströngu prógrammi í viðskiptafræðinni” sagði Árni í samtali við Karfan.is
 
Árni var einn af máttarstólpum liðs Fjölnis á síðasta tímabili þegar liði féll niður í 1. deild. ” Það höfðu samband við mig lið úr úrvalsdeildinni sem ég ætla nú ekkert að nefna og var ég hársbreidd frá því að kvitta undir þar. En ég ákvað að taka þetta nám fram fyrir körfuna að þessu sinni. Ég stefni bara að því að læsa mig inní körfuboltasal skólans í þetta ár, drilla, spila og vinna í ýmsum þáttum. Er ólöglegur í skólaliðinu vegna þess að ég spilaði fyrir UAH á sínum tíma, en ég ætla samt að æfa með þeim, þeir bara vita það ekki ennþá. Annars er bolti allstaðar þarna, allskonar keppnir og deildir ef ég vill komast í að spila, enda 19 milljónir sem búa í Florida og 4 milljónir sem búa á Tampa svæðinu.” saðgi Árni ennfrekar í samtali við Karfan. 
 
“Þetta er 1 árs nám sem er sett í soldna keyrslu. Ætti að vera komin heim snemma í Ágúst á næsta ári ef það verður það sem ég kýs að gera. Það á bara svo eftir að koma í ljós með framhaldið þegar ég kem heim. Ég er ekki komin svo langt en ælta mér vissulega að halda mér í körfuboltaformi eins og ég get þarna úti og eiga þá kost á því að vera í góðu formi þegar ég sný aftur í formlega keppni.”
 
Fréttir
- Auglýsing -