Peter Öqvist landsliðsþjálfari Íslands valdi tvo nýliða í æfingahóp liðsins fyrir EM í sumar en æfingahópurinn var opinberaður í gær. Annar nýliðinn er Justin Shouse en hinn Árni Ragarnarsson. Árni sem missti út bróðurpart síðustu leiktíðar með Fjölni vegna meiðsla segist nú vera orðinn góður til að gera hvað sem er.
,,Ég er alveg 100% af meiðslunum og er búinn að vera það í töluverðan tíma núna. Ég er búinn að vera að æfa á fullu í ,,prógrammi" frá Key Habits nánast síðan deildarkeppninni í úrvalsdeildinni lauk. Heilsulega séð ætti ég að vera nógu góður til að gera hvað sem er þó ég hafi kannski ekki spilað mikinn körfubolta frá því í desember. Það verður hinsvegar nóg um að vera í körfuboltahúsum landsins í sumar og það verður nýtt til að verða betri," sagði Árni en hvernig líst honum á verkefnið sem landsliðið stendur frammi fyrir?
,,Þetta er auðvitað mjög spennandi verkefni, þarna eru virkilega góð lið sem við lendum með í riðli. Þetta er alvöru áskorun sem er einmitt það sem íþróttir snúast um."