spot_img
HomeFréttirArnar og Hilmar Árni setja á laggirnar fræðslumiðil - Fara á dýptina...

Arnar og Hilmar Árni setja á laggirnar fræðslumiðil – Fara á dýptina með reyndum þjálfurum í Podcasti

Afreksstjóri Körfuknattleikssambands Íslands og fyrrum þjálfarinn Arnar Guðjónsson hefur hleypt af stokkunum vefsvæðinu Berjast.is, en með Arnari í verkefninu er leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu og yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu Hilmar Árni Halldórsson.

Tilgangur vefsvæðis og verkefnis Arnars og Hilmars mun vera að fræða leikmenn, þjálfara og foreldra um helstu atriði þjálfunar og íþróttaiðkunar með vinnustofum/fyrirlestrum. Líkt og segir á vefsíðunni “Þjálfun er okkar verkfæri til þess að kalla það besta fram í okkur sjálfum og okkar nánustu. Góður þjálfari stækkar og þroskar umhverfi sitt. Umhverfið getur þó líka gert starf þjálfarans krefjandi, lagt fyrir hann ýmsar hindranir og einangrað hann. Okkar markmið er að hjálpa þjálfaranum, styrkja hann og gefa honum tæki og tól til þess að verða meiri en hann gæti annars orðið.”

Hérna er hægt að skoða Berjast.is

Þá hafa þeir Arnar og Hilmar tekið upp viðtöl við reynda þjálfara sem þeir munu gera aðgengileg á næstu vikum. Um upptökurnar er tekið fram “Við fáum til okkar þjálfara úr hinum ýmsu íþróttagreinum og förum með þeim á dýptina í öllu sem snýr að þjálfun.”

Fyrstu upptökuna er hægt að hlusta á hér fyrir neðan, en það er við knattspyrnuþjálfarann Kristján Guðmundsson. Á næstu vikum verða svo einnig gerð aðgengileg viðtöl við körfuknattleiksþjálfarana Lárus Jónsson og Finn Frey Stefánsson, og handknattleiksþjálfarana Bjarna Fritz og Óskar Bjarna Óskarsson.

Tekið skal fram að upptökurnar eru aðgengilegar á öllum helstu hlaðvarpsveitum undir nafninu Berjast.

Fréttir
- Auglýsing -