spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaArnar: Íþróttir eru ekki þannig

Arnar: Íþróttir eru ekki þannig

Stjarnan vann ÍR í skemmtilegum leik í fyrstu umferð Dominos deild karla. Stjarnan kom til baka í seinni hálfleik eftir að ÍRingar höfðu verið mun sterkari í fyrri hálfleik.

Arnar Guðjóns, þjálfari Stjörnunnar var tekinn tali eftir leik:

Það má kannski segja að gleymst hafi verið að ýta á ,,on-takkann“ þar til í síðari hálfleik hjá ykkur?

Nei, íþróttir eru ekki þannig. Málið er bara það að þeir koma út í 2-3 svæði. Við vorum ekki tilbúnir undir það og það er mér að kenna. Strákarnir verða svolítið sjokkeraðir því sóknarleikurinn er lélegur og það smitaðist í varnarleikinn hjá okkur. Svo þegar við fórum að finna lausnir byrjaði þetta að lagast, sem gerðist ekki fyrr en í öðrum leikhluta.  Þá kom varnarleikurinn með. Seinni hálfleikurinn er miklu líkari því sem við viljum vera. En eins og ég segi, þá er þetta mér að kenna því við vorum illa undirbúnir fyrir 2-3 svæði – en ég gef ÍR-ingum bara kredit fyrir að spila hana mjög vel.

Nákvæmlega, þetta var mjög skýr samantekt á leiknum! Hvernig líst þér á liðið þitt svona í upphafi móts?

Rosa vel í seinni hálfleik!

Skýr og skorinort svör frá Arnari – sem vildi ekki ræða spána fyrir leiktíðina frekar enda ekkert svigrúm fyrir hans menn að koma á óvart miðað við hana.

Fréttir
- Auglýsing -