spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaArnar í eins leiks bann

Arnar í eins leiks bann

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ gaf út úrskurði fyrr í dag þar sem nýjustu mál nefndarinn var i tekin fyrir. Meðal mála var ákæra dómaranefndar vegna hegðunar Arnars Guðjónssonar í leik Stjörnunnar og KR í desember.

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar kemur fram að Arnar Guðjónsson skuli sæta eins leiks bann fyrir framkomu sína. Dóminn í heild sinni má finna hér. 

Líkt og greint var frá á Körfunni fyrir nokkru hljóp Arnar inná völlinn til að mótmæla dómi snemma í leiknum. Arnar fékk tæknivillu í leiknum en í framhaldinu ákvað dómaranefnd að kæra atvikið.

Bannið tekur gildi frá og með 2. janúar og verður Arnar því í banni er Stjarnan mætir ÍR næstkomandi sunnudag.

Aleks Simeonov leikmaður Vals var einnig dæmur í eins leiks bann fyrir atvik í leik Skallagríms og Vals. Dóminn má lesa hér. 

Fréttir
- Auglýsing -