spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaArnar: Góð vörn í þriðja leikhluta

Arnar: Góð vörn í þriðja leikhluta

Arnar Guðjóns var tekinn tali eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld:

Þetta var þægilegur sigur hjá ykkur, hvort voruð þið svona góðir, Blikar svona slakir eða bæði?

Mér finnst Blikarnir vera með ungt og skemmtilegt lið. Við erum augljóslega með reyndari og sterkari leikmenn í okkar liði en ég gef fullt kredit á þá. Við réðum illa við þá í fyrri hálfleik, þeir gerðu okkur lífið leitt. Ég hef gaman af þessu Blikaliði og tek hattinn ofan fyrir Pétri. Maður veit aldrei við hverju maður má búast, það er mikill kraftur í þeim og þeir spila mjög villt. Mér finnst þeir vera búnir að gera vel í vetur, þeir eru kannski ekki með alveg jafn djúpan hóp og aðrir en finnst þeir gera vel með það sem þeir hafa.

Ertu sáttur með vörnina hjá þínum mönnum loksins? Hún var í það minnsta fín í þriðja leikhluta?

Já í þriðja leikhluta, en það er allt! Það var ekkert meira en það, sko!

Neinei…en það er svo sem kannsk ágætt að eiga eitthvað inni ennþá, það er nú ennþá talsvert í úrslitakeppnina…

Jájá, við erum að fara í Borgarnes í næstu viku og það er erfiður heimavöllur, sama hvernig gengið hefur verið þá hafa þeir alltaf getað stolið leikjum í Nesinu. Svo förum við á Krókinn í bikarnum að spila gegn besta liðinu á Íslandi og það verður verðugt verkefni. Við erum bara spenntir fyrir því, erum að fara að mæta liðinu sem er sigurstranglegasta liðið á Íslandi í dag og við þurfum að vera klárir í það.

Einmitt, það eru bara spennandi tímar framundan!

Jájá! Það er gaman að vera til!

Meira má lesa um leikinn hér.

Fréttir
- Auglýsing -