spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁrmenningar toppa lista stigahæstu Íslendinganna í tveimur efstu deildum

Ármenningar toppa lista stigahæstu Íslendinganna í tveimur efstu deildum

Nú þegar deildarkeppni er hálfnuð þá trónir Taiwo Badmus, leikmaður Vals, efstur á lista yfir stigahæstu leikmenn Bónus deildar karla með 27,5 stig á meðan Jasmine Dickey hjá Keflavík er efst í Bónus deild kvenna með 30,3 stig, rétt á undan Brittany Dinkins hjá Njarðvík sem kemur næst með 30,0 stig slétt.

Í næst efstu deildum treysta topplið Ármanns mikið á íslenska kjarnann en félagið á stigahæstu íslensku leikmennina í báðum deildum. Hjá kvennaliði Ármanns er Birgit Ósk Snorradóttir annar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 25,8 stig en hún hóf leik á tímabilinu með Grindavík Bónus deild kvenna þar sem hún fékk fá tækifæri og var með 0,7 stig að meðaltali í þremur leikjum eftir að hafa verið með 7,1 stig í leik í efstu deild tímabilið á undan. Karla meginn er Arnaldur Grímsson sjötti stigahæsti leikmaður 1. deildar karla með 25,0 stig að meðaltali í 10 leikjum en það er bæting um 8,1 stig frá síðasta tímabili er hann lék með Þrótti úr Vogum.

Bónus deild karla

Taiwo Badmus er sem fyrr segir stigahæstur en Devon Thomas hjá Grindavík hefur skorað mest í einum leik eða 38 stig. Bónus deild karla er sú eina af deildunum fjórum þar sem engum hefur tekist að brjóta 40 stiga múrinn það sem af er vetri.

1. Taiwo Hassan Badmus – Valur – 27,5
2. Devon Tomas – Grindavík – 25,4 stig
3. Jacob Falko – ÍR – 22,7 stig
4. Dedrick Deon Basile – Tindastóll – 21,2 stig
5. Khalil Shabazz – Njarðvík – 21,1 stig

9. Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 19,8 stig

Bónus deild kvenna

Þrátt fyrir að Jasmine og Brittany séu einu leikmennirnir sem séu að skora 30 stig eða meira að meðaltali þá hafa fleiri leikmenn verið heitir í Bónus deild kvenna. Alls hefur 40 stiga múrinn verið brotinn sjö sinnum í deildinni í vetur en hæsta stigaskorið á Abby Beeman hjá Hamar/Þór sem mest hefur skorað 44 stig.

1. Jasmine Dickey – Keflavík – 30,3 stig
2. Brittany Dinkins – Njarðvík – 30,0 stig
3. Randi Keonsha Brown – Tindastóll – 26,6 stig
4. Alexis Morris – Grindavík – 25,8 stig
5. Lore Devos – Haukar – 24,1 stig

13. Kolbrún María Ármannsdóttir – Stjarnan – 17,5 stig

1. deild karla

Jaeden King hjá Hamar er efstur í stigaskorun í deildinni en Ishmael Sanders á þó mesta stigaskorið í einum leik, eða 44 stig. Þrátt fyrir það var hann látinn fara frá félaginu og sömu örlög hlaut fjórði maðurinn á listanum, Follie Bogan, sem þrátt fyrir að eiga tvo af fjórum 40 stiga leikjum deildarinnar í vetur, var skipt út í staðinn fyrir fyrrum NBA leikmanninn Tony Wroten.

1. Jaeden Edmund King – Hamar – 27,6 stig
2. Ishmael Mackenzie Sanders – Skallagrímur – 26,7 stig
3. Khalyl Jevon Waters – Snæfell – 26,7 stig
4. Follie Bogan – Selfoss – 26,6 stig
5. Tim Bryan Dalger – Þór Akureyri – 26,1 stig
6. Arnaldur Grímsson – Ármann – 25,0 stig

1. deild kvenna

Í 1. deild kvenna trjóndi Danielle Shafer hjá Snæfell efst á lista en hún er jafnframt eini leikmaðurinn í deildinni sem hefur brotið 40 stiga múrinn í vetur en það gerði hún tvívegis. En þar sem Snæfell hefur dregið sig úr 1. deildinni telja leikir hennar ekki lengur með og hoppar Brazil Harvey-Carr því í efsta sætið.

1. Danielle Elizabeth Shafer – Snæfell – 28,0 stig*
1. Brazil Harvey-Carr – Fjölnir – 26,6 stig
2. Birgit Ósk Snorradóttir – Ármann – 25,8 stig
3. Alarie Mayze – Ármann – 23,7 stig
4. Donasja Terre Scott – Selfoss – 20,6 stig
5. Fanney Ragnarsdóttir – Ármann – 17,3

Stigahæstu íslensku leikmenn tveggja efstu deilda.

Fimm stigahæstu íslensku leikmennirnir koma allir úr næst efstu deildum og eru þessir fimm leikmenn jafnframt einu íslensku leikmennirnir sem eru að skora 20 stig eða meira að meðaltali í leik.

1. Birgit Ósk Snorradóttir – Ármann – 25,8 stig
2. Arnaldur Grímsson – Ármann – 25,0 stig
3. Friðrik Anton Jónsson – KV – 23,3 stig
4. Sigvaldi Eggertsson – Fjölnir – 20,1 stig
5. Viktor Jónas Lúðvíksson – KFG – 20,0 stig

Fréttir
- Auglýsing -